Páfi í Westminster

Benedikt páfi ávarpaði í kvöld breska stjórnmálamenn í hátíðarsal breska þingsins í Westminster. Í ávarpi sínu fjallaði páfi um trú- og stjórnmál. Hann sagði m.a. að hann hefði áhyggjur af því að trúmál, sérstaklega kristindómurinn, væru farin að skipta mun minna máli hjá ákveðnum hópum, og jafnvel í sumum ríkjum.

Að loknu ávarpi heilsaði páfi upp á núverandi og fyrrverandi ráðamenn, og gekk athöfnin áfallalaust fyrir sig.

Breska lögreglan handtók sex menn fyrr í dag sem voru grunaðir um að undirbúa árás á páfa, sem kveður Bretland á sunnudag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert