Stálu eggjum kvenna

Að minnsta kosti ein kvennanna sem sætti því að egg …
Að minnsta kosti ein kvennanna sem sætti því að egg hennar voru fjarlægð var seld í vændi mbl.is/Ásdís

Gríska lög­regl­an hef­ur hand­tekið fimm manns grunaða um að hafa not­fært sér er­lend­ar kon­ur í þeim til­gangi að fjar­lægja egg þeirra án samþykk­is þeirra og nýta sér í fjár­hags­leg­um til­gangi (e. ovary egg har­vest­ing).

Meðal hinna hand­teknu er grísk­ur lækn­ir sem var hand­tek­inn var á heilsu­gæslu­stöð þegar hann var í þann veg­inn að sækja egg  23 ára rúm­enskr­ar konu. Tveir búlgarsk­ir karl­menn og tvær rúm­ensk­ar kon­ur voru einnig hand­ek­in en starf­semi fólks­ins er tal­in eiga sér ræt­ur í Búlgaríu. Búl­görsk yf­ir­völd aðstoðuðu við hand­tök­urn­ar.

Ein kvenn­anna sem hóp­ur­inn not­færði sér var flutt til Grikk­lands und­ir því yf­ir­skini að hún fengi vinnu en var síðar seld í vændi. Áður voru átta egg henn­ar fjar­lægð gegn vilja henn­ar.

Að minnsta kosti sex aðrar kon­ur hafa orðið fórn­ar­lömb fólks­ins. Ljóst þykir að komi til sak­fell­ing­ar muni fólkið fá þunga dóma.

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert