Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær skipun Elisabeth Warren, prófessors við Harvard-háskóla, í embætti sérstaks ráðgjafa sem ætlað er að leiða nýja Neytendaverndarstofu (Consumer Financial Protection Bureau) þar í landi. Er þetta liður í efnahagsumbótum forsetans.
Kvað Obama að neytendur í Bandaríkjunum hefðu nú eignast varðhund fyrir hagsmuni sína.