Borholunni lokað

Bandarískir embættismenn hafa greint frá því að það hafi endanlega tekist að loka borholu BP á botni Mexíkóflóa, fimm mánuðum eftir að olía fór að lek í kjölfar þess að olíuborpallur sprakk og sökk.

Olíufyrirtækið BP dældi steypu í holuna og er nú kominn tappi sem á að halda til frambúðar.

Umhverfisslysið er eitt það versta í sögu Bandaríkjanna. Lekinn hófst 20. apríl sl. þegar olíuborpallurinn Deepwater Horizon sprakk og sökk með þeim afleiðingum að 11 verkamenn létust.

Þann 15. júlí sl. var sett lok á holuna sem dró mjög úr lekanum en stöðvaði hann ekki. Nú hefur lekinn hins vegar verið stöðvaður.

Fjarstýrður búnaður var notaður til að loka holunni.
Fjarstýrður búnaður var notaður til að loka holunni. Reuters
Olíulekinn er einn sá versti í sögu Bandaríkjanna.
Olíulekinn er einn sá versti í sögu Bandaríkjanna. Reuters
Sprenging varð í Deepwater Horizon 20. apríl sl.
Sprenging varð í Deepwater Horizon 20. apríl sl. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert