Ígor nálgast Bermuda

Íbúar í Smith's Parish á Bermuda sjást hér negla fyrir …
Íbúar í Smith's Parish á Bermuda sjást hér negla fyrir glugga. Reuters

For­sæt­is­ráðherra Bermuda hef­ur gefið út viðvör­un þess efn­is að felli­byl­ur­inn Ígor, sem nálg­ast eyj­una, muni mögu­lega verða einn sá öfl­ug­asti sem hef­ur gengið þar yfir. Vind­hraðinn mæl­ist vera um 40 metr­ar á sek­úndu að sögn banda­rísku felli­byljamiðstöðvar­inn­ar.

Ígor, sem er fyrsta stigs byl­ur, ferðast í norðvesturátt á um 5 km hraða á klst. Hann er nú um 400 km frá Bermuda. Veður­fræðing­ar spá því að hann muni hitta á eyj­una.

Íbúar hafa gripið til viðeig­andi ráðstaf­ana, m.a. neglt fyr­ir glugga og safnað birgðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert