Mótmæla Svíþjóðardemókrötum

Jimmie Akesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, fagnar niðurstöðum kosninganna.
Jimmie Akesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, fagnar niðurstöðum kosninganna. Reuters

Mikil mótmæli eru á Sergelstorgi í miðborg Stokkshólms vegna kosningu fulltrúa Svíþjóðardemókratanna á þing. Að minnsta kosti 5000 manns taka þátt í mótmælunum sem sautján ára stúlka skipulagði á Facebook-samskiptasíðunni.

„Ég vil að við sýnum að við styðjum ekki kynþáttafordóma í landi okkar,“ sagði Felicia Margineanau frá Sollentuna, skipuleggjandi mótmælanna.

Fólk hefur einnig komið saman til að mótmæla í Gautaborg og Malmö, eftir hvatningu í gegn um Facebook.

Mótmælin hafa farið vel fram, að því er sænskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert