Pachauri víki

Rajendra Pachauri, formaður IPCC.
Rajendra Pachauri, formaður IPCC. Kristinn Ingvarsson

„Ég er hrædd­ur um að Dr. Pachauri ætti að segja af sér. Hann hef­ur glatað trú­verðug­leika, einkum vegna full­yrðinga hans um bráðnun jökla í Himalajah-fjall­g­arðinum á næstu 30 árum,“ sagði Tim Yeo, formaður orku- og lofts­lags­nefnd­ar neðri mál­stofu breska þings­ins, um formann lofts­lags­nefnd­ar SÞ.

Fjallað er um erfiða stöðu Pachauri á vef Daily Tel­egraph en þar seg­ir að með Yeo hafi fjölgað í liði þeirra sem vilji sjá á bak for­manni nefnd­ar­inn­ar.

„Það er brýnt að þessi stofn­un sé und­ir for­ystu manns sem er óum­deild­ur sem fræðimaður og menntamaður. Ég er hrædd­ur um að slík lýs­ing eigi ekki leng­ur við hann,“ sagði Yeo og átti við for­mann­inn.

Þá hef­ur blaðið eft­ir BBC að Sir Bri­an Hosk­ins, þekkt­ur sér­fræðing­ur í lofts­lags­mál­um í Bretlandi, sé meðal þeirra sem telji að Pachauri eigi eng­an ann­an val­kost en að víka sæti.

Jafn­framt hafi Grænfriðung­ar sent frá sér yf­ir­lýs­ingu í fe­brú­ar þar sem sagði að með af­sögn sinni myndi Pachauri greiða fyr­ir nýj­um for­manni sem aft­ur myndi verða mik­il­væg­ur liður í að end­ur­reisa traust á IPCC. 

Gæti reynst áhyggju­efni fyr­ir for­seta Íslands

Veik staða Pachaur­is gæti reynst áhyggju­efni fyr­ir Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Íslands, og lofts­lags­stefnu hans.

For­set­inn hef­ur allt frá þátt­töku sinni í alþjóðlegri þing­manna­nefnd (PGA) á ní­unda ára­tugn­um lagt áherslu á góð tengsl við ind­versku stjórn­arelít­una. Þessi tengsl eiga þátt í nánu sam­starfi for­set­ans og Pachauri í lofts­lags­mál­um og eiga sinn þátt í að Himalajah-hneykslið svo­nefnda, óvís­inda­leg­ar full­yrðing­ar um bráðnun jökla, átti snerti­flöt við Ísland.

Mér hér einnig nefna Ind­verj­ann Ratt­an Lal, sér­fræðing á sviði sam­spils land­kosta og lofts­lags­breyt­inga, sem launaði for­set­an­um heim­boð og áherslu á sam­starf Íslands og Ind­lands í um­hverf­is­mál­um með heiður­doktors­nafns­bót við rík­is­hákól­ann í Ohio und­ir lok síðasta árs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert