Vilja ekki borga björgun námumanna

Náman er um 725 km frá höfuðborginni Santiago de Chile.
Náman er um 725 km frá höfuðborginni Santiago de Chile.

Stjórn­völd í Chile hafa kraf­ist þess að námu­fyr­ir­tækið San Esteb­an greiði fyr­ir björg­un 33 námu­manna sem hafa verið fast­ir neðanj­arðar í næst­um tvo mánuði. Kostnaður­inn við björg­un­ina er tal­inn vera um millj­arður ís­lenskra króna.

Að sögn spænska dag­blaðsins El País höfðuðu stjórn­völd mál gegn námu­fyr­ir­tæk­inu til þess að krefjast þess að það tæki ábyrgð á björg­un námu­verka­mann­anna og end­ur­greiddi það fé sem ríkið hef­ur lagt til verks­ins hingað til, alls tæp­ar 400 millj­ón­ir króna.

Eru stjórn­völd ekki sögð reiðubú­in að halda áfram að borga fyr­ir fyr­ir­tækið sem til­kynnti ekki um slysið þar sem námu­verka­menn­irn­ir lokuðust inni fyrr en mörg­um klukku­stund­um eft­ir að það hafði átt sér stað. 

Námu­menn­irn­ir eru inni­lokaðir á 700 metra dýpi í gull- og kop­ar­námu ná­lægt borg­inni Copia­po í Sjíle eft­ir að aðal­göng námunn­ar hrundu í byrj­un ág­úst­mánaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert