Tveir ungir Þjóðverjar drukknuðu er bifreið þeirra hafnaði í sjónum eftir að ferjan sem þeir voru að keyra frá borði í lagði af stað frá landi á meðan þeir voru enn á landgöngubrúnni. Slysið átti sér stað í höfninni í Genúa á Ítalíu en ferjan var að koma frá ítölsku eyjunni Sardiníu.
Vitni sem ítalskir fjölmiðlar vísa í segja að bifreið þýsku ferðamannanna hafi verið þriðja bifreiðin sem ekið var frá borði. Ekki tókst að bjarga mönnunum út úr bifreiðinni á lífi.
Moby Line, sem á og rekur ferjuna, segir í tilkynningu ekki hægt að útiloka að mannleg mistök hafi átt sér stað.