Bandarískur Al-Qaeda liði í haldi

Frá Barcelona
Frá Barcelona Reuters

Spænska lögreglan handtók í gær bandarískan ríkisborgara sem er grunaður um tengjast Al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Var hann handtekinn í Barcelona grunaður um að safna fé fyrir starfsemi Al-Qaeda í Norður-Afríku.

Maðurinn, Mohamed Omar Debhi, er 43 ára að aldri og fæddur í Alsír. Hann býr í Barcelona og er grunaður um að safna fé fyrir Magreb hryðjuverkasamtökin sem eru systursamtök Al-Qaeda. Hann er jafnframt grunaður um fjársvik og skjalafals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert