Obama skammar Kínverja

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skammaði Kínverja í dag og sagði að þeir ættu sök á miklum viðskiptahalla landsins.

Obama var á fundi með kjósendum í Iowa-fylki í dag þar sem hann fjallaði um efnahagsmál. Hann sagði að Kína bæri ábyrgði á miklum viðskiptahalla Bandaríkjanna. Kínverski gjaldmiðillinn væri of lágt skráður. Það gerði Kínverjum færi á að flytja út vörur á hagstæðu verði. Bandarískir útflytjendur ættu erfiðara með að selja sínar vörur vegna þessarar óhagstæðu samkeppni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert