Ólæti við írska þingið

Talið er að írska ríkið verði að leggja Anglo Irish …
Talið er að írska ríkið verði að leggja Anglo Irish bankanum til milljarða evra ef takast eigi að halda lífi í honum Reuters

Írska lögreglan handtók mann í dag er hann ók steypubifreið inn í þinghúsið í Dublin. Stóð á hlið bílsins „Eitraði Anglo bankinn". Hópur fólks er samankominn við þinghúsið þar sem niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar er mótmælt. Er þetta fyrsti starfsdagur þingsins eftir tólf vikna sumarfrí.

Svipaðar aðgerðir eru í gangi víða um Evrópu.

Maðurinn, sem er rúmlega fertugur, vildi mótmæla ákvörðun írsku ríkisstjórnarinnar að bjarga skuldum hlöðnum banka með fjármunum skattgreiðenda. Er talið að ríkið þurfi að leggja Anglo Irish Bank til milljarða evra svo hægt verði að bjarga bankanum. 

„Enginn slasaðist við atvikið og það eru ekki umferðartafir á Kildare Street. Gardai (lögreglan) er að fjarlægja bifreiðina," segir í tilkynningu frá lögreglu. Hins vegar virðist ganga erfiðlega að fjarlægja bifreiðina þar sem eitthvað hefur verið átt við hemla hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert