Léleg ráðgjöf um tryggingar og húsnæðislán er á meðal þess sem viðskiptavinir bresku bankanna kvörtuðu undan til breska fjármálaeftirlitsins á fyrri helmingi ársins. Eftirlitinu bárust að jafnaði 7.000 kvartanir á dag vegna óánægju með þjónustu bankanna en nýmæli er að upplýsingarnar séu birtar.
Breska dagblaðið Daily Telegraph gerir málinu skil en þar segir að mikið sé kvartað undan lélegri þjónustu bankanna. Tölurnar tala sínu máli: Á fyrstu sex mánuðum ársins bárust eftirlitinu 1,3 milljónir kvartanna eða að meðaltali 7.000 kvartanir á dag.
Í hópi þeirra er að finna banka á borð við Royal Bank of Scotland og systurbankann NatWest en báðir leituðu á náðir ríkisvaldsins er halla tók undan fæti í lánsfjárkreppunni.
Segir á vef blaðsins að upplýsingar um umkvartanir til bankanna séu nýmæli og liður í að bæta bankaþjónustu í Bretlandi.