Mönnunum verður bjargað í þessum mánuði

Laurence Golborne, námumálaráðherra Chile, segir að góðar líkur séu á að námumönnunum 33, sem hafa verið lokaðir inn í námu í tvo mánuði, verði bjargað í síðara hluta október. Þetta er mun fyrr en upphaflega var áætlað.

Björgunarmenn hafa verið að prufa hylkið sem notað verður til að draga námumenn upp úr námunni. Prófanir gefa til kynna að vel ætti að gana að nota hylkið, en mennirnir verða dregnir upp einn í einu.

Unnið er dag og nótt við að bora þrjár holur niður til mannanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert