Loftslagsráðstefna í Kína

Myndin sýnir mengunarský yfir Hong Kong.
Myndin sýnir mengunarský yfir Hong Kong. Reuters

Kín­versk stjórn­völd eru gest­gjaf­ar á alþjóðlegri lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu Þjóðanna sem hefst á morg­un, mánu­dag. Á dag­skránni eru viðræður um hvernig draga megi úr hlýn­un jarðar og koma til móts við fá­tæk­ari ríki svo þau geti tekið um­hverf­i­s­vænni orku­gjafa í notk­un.

Ráðstefn­an, sem fer fram í Tianj­in borg, er liður í að ná mark­miðum Kyoto bók­un­ar­inn­ar marg­frægu sem renn­ur út árið 2012.

Kín­verj­ar hafa aldrei áður sýnt mála­flokkn­um jafn mik­inn áhuga. Sem fjöl­menn­asta ríki heims los­ar Kína lang­mest af gróður­húsaloft­teg­und­um í and­rúms­loftið og ber þar höfðuð og herðar yfir önn­ur ríki.

Sam­einuðu Þjóðirn­ar leggja áherslu á sam­vinnu ríkra og snauðra þjóða í bar­átt­unni við aukna meng­un í heim­in­um. Mark­mið Kyoto bók­un­ar­inn­ar ná­ist ekki að fullu nema með sam­vinnu allra þjóða. 

Flest bend­ir til þess að meðal­hiti á jörðinni hækki um 2°C á næstu árum. Slíkt er talið auka hætt­una á ofsa­veðrum á borð við flóðin sem hrjáð hafa Pak­ist­an á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert