Páfi fordæmir „skömm hins illa“

Benedikt páfi 16. við messuna á Sikiley í morgun.
Benedikt páfi 16. við messuna á Sikiley í morgun. Reuters

Benedikt páfi 16. kom fram við messu úti undir berum himni í Palermo á Sikiley í morgun að viðstöddum tugum þúsunda manna. Páfi fordæmdi í ávarpi sínu „skömm hins illa“ en Sikiley hefur lengi verið höfuðvígi ítölsku mafíunnar sem kunnugt er.

„Óhjákvæmilegt er annað en hafa skömm á hinu illa, sem særir Guð og menn, óhjákvæmilegt er að hafa skömm á hinu illa sem skaðar hið borgaralega og trúarlega samfélag með framferði sem ekki þolir dagsins ljós,“ sagði páfinn.

„Íbúar Sikileyjar - horfið til framtíðar með von í brjósti,“ sagði Benedikt 16., sem er nú í fyrstu heimsókn sinni til eyjarinnar eftir að hann tók við embættinu.

Skipuleggjendur messunar töldu að 100.000 manns hefðu sótt messu páfa í glampandi sól og blíðu. Lögregla segir hins vegar að viðstaddir hafi verið um 30.000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert