Páfi varar Ítali við mafíunni

Benedikt XVI. var vel fagnað í Palermo.
Benedikt XVI. var vel fagnað í Palermo. Reuters

Það er ósamrýmanlegt kristinn trú að taka þátt í starfi mafíunnar. Þetta sagði Benedikt páfi XVI. þegar hann ávarpaði mannfjölda á Palermo á Sikiley, en þar hefur ítalska mafían staðið traustum fótum áratugum saman.

Páfi hvatti fólk til að snúa baki við mafíunni sem hann kallaði „leið dauðans“. „Ekki láta freistast af mafíunni,“ sagði páfa við áheyrendur sem fögnuðu orðum hans. „Ekki vera hrædd þó að þið standið frammi fyrir hinu illa.“

Þetta er fyrst heimsókn páfans til Sikileyjar. Þar eru miklir efnahagslegir erfiðleikar og félagsleg vandamál af ýmsum toga áberandi.

Páfi minntist  Pino Puglisi sem var prestur í Palermo og vann við erfiðar aðstæður þangað til að mafían myrti hann árið 1993.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert