Vara við hryðjuverkum í Evrópu

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa sent frá sér formlega viðvörun til Bandaríkjamanna sem ferðast til Evrópu, vegna hættu á hryðjuverkum frá al-Qaeda. Í tilkynningunni eru ferðamenn beðnir um að sýna sérstaka varlega á fjölmennum ferðamannastöðum.

Í tilkynningunni er ekkert sérstakt land nefnt á nafn og viðvörunin nær því til Evrópu almennt.

Leyniþjónustur landanna telja sig búa yfir upplýsingum um að al-Qaeda hafi ákveðið að senda byssumenn til Evrópu með það að markmiði að drepa Vesturlandamenn á fjölförnum stöðum líkt og gert var í Mumbai á Indlandi árið 2008. Þá létu 166 lífið og yfir 300 særðust þegar þungvopnaðir menn hófu skothríð á fjölförnum stöðum og köstuðu handsprengjum.

BBC hefur eftir fulltrúa breskra stjórnvald að hætta á árás beinist aðallega að borgum í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi.

„Bandarískir borgarar eru minnti á hugsanlega hættu á árás hryðjuverkasamtaka á almenningssamgöngukerfi og fjölmenna ferðamannastaði,“ segir í tilkynningu frá bandarískum stjórnvöldum.


Lögregla í Bretlandi er með aukinn viðbúnað vegna hugsanlegrar hættu …
Lögregla í Bretlandi er með aukinn viðbúnað vegna hugsanlegrar hættu á hryðjuverkum. LUKE MACGREGOR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert