Borgarstjóri Lundúna þjófkennir Parísarbúa

Boris Johnson borgarstjóra Lundúna leiðist ekki að gera grín að …
Boris Johnson borgarstjóra Lundúna leiðist ekki að gera grín að Frökkum. Reuters

Lund­úna­bú­ar eru heiðarlegri en fingra­lang­ir Par­ís­ar­bú­ar seg­ir Bor­is John­son, hinn lit­ríki borg­ar­stjóri Lund­úna. Ný­lega hófu borg­ar­yf­ir­völd í Lund­ún­um að bjóða upp á reiðhjól til leigu um alla borg líkt og í Par­ís en þar hafa mörg þeirra horfið spor­laust frá því hjóla­leig­an hófst.

John­son var að ávarpa ársþing Íhalds­flokks­ins í Bir­ming­ham þegar hann spurði áheyr­end­ur sína hversu mörg­um hjól­um þeir héldu að hefði verið stolið und­an­farna tvo mánuði í Lund­ún­um.

„Aðeins þrjú hjól hafa horfið. Seg­ir það ykk­ur það að okk­ar hjóla­leigu­áætlun sé líkt og Rolls Royce miðað við [Citroen] 2CV Frakk­anna? Já, svo sann­ar­lega,“ sagði John­son og upp­skar mik­il hlátra­sköll og klapp.

„Seg­ir það ykk­ur að Lund­únar­bú­ar séu heiðarlegri en hinir fingra­löngu Par­ís­ar­bú­ar? Ég bendi á að í Par­ís tókst þeim að tapa fimm hundruð hjól­um á sama tíma­bili. Þeir töpuðu þrjú þúsund stoln­um hjól­um fyrstu þrjá mánuði sinn­ar áætl­un­ar.“

John­son sagðist þó ekki vilja spilla sam­skipt­um þjóðanna en að sam­an­b­urður­inn væri aug­ljós.

„Þið spyrjið ykk­ur ef­laust hvað hafi orðið af þess­um þrem­ur hjól­um. Við erum með þau og ekki bara það, held­ur höf­um við söku­dólg­ana líka!“ sagði hann við mik­il fagnaðarlæti.

Alls eru fimm þúsund hjól í boði á 315 stöðum um alla borg­ina og eru mörg þeirra nærri vin­sæl­um ferðamanna­stöðum eins og Buck­ing­ham-höll og þing­hús­inu. 

Par­ís og Sj­ang­hæ bjóða upp á svipaða þjón­ustu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert