Páfagarður gagnrýnir Nóbelsverðlaun

Robert Edwards og Louise Brown, fyrsta „glasabarnið
Robert Edwards og Louise Brown, fyrsta „glasabarnið" á ráðstefnu árið 2003. Reuters

Páfagarður gagnrýndi í dag, að Robert Edwards skuli hljóta Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir að þróa svonefnda glasafrjóvgunartækni.  Talið er að um 4 milljónir barna hafi komið í heiminn eftir glasafrjóvgun frá því byrjað var að gera slíkar aðgerðir fyrir rúmum þremur áratugum.

„Ég tel að það sé algerlega óviðeigandi að velja Robert Edwards," sagði Ignacio Carrasco de Paula, erkibiskup og talsmaður Páfagarðs, við ítölsku ANSA frétttastofuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert