Barn lést í kjölfar eineltis

Tólf ára gömul bresk stúlka, sem hné niður er hún kom heim úr skólanum, lést í fangi föður síns. Stúlkan, sem var með asma, kvartaði undan verkjum fyrir brjósti þegar hún kom heim. Þegar farið var að rannsaka hvað hafi valdið dauða stúlkunnar kom í ljós að hún hafði orðið fyrir skelfilegu einelti í skóla í marga mánuði.

Holly Stuckey var nemandi við Maesteg Comprehensive skólann í Wales. Eftir lát hennar fundu foreldra hennar bréf sem Holly hafði skrifað þar sem hún lýsti skelfilegu einelti sem hún hafði orðið fyrir af hálfu þrettán barna við skólann. Nafngreinir hún þau í bréfunum og fór faðir hennar með afrit af bréfunum til lögreglu og segir að áreitið hafi dregið dóttur hans til dauða, að því er segir í frétt Sky. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert