Desmond Tutu dregur sig í hlé

Desmond Tutu erkibiskup í Höfðaborg og friðarverðlaunahafi Nóbels dregur sig í hlé frá opinberum störfum, á 79 ára afmælisdegi sínum. 

Desmond Tutu hefur verið lýst sem samvisku Suður-Afríku. Frá því hann var ungur prestur tók hann þátt í baráttunni gegn lögum um aðskilnað kynþátta á dögum minnihlutastjórnar hvítra manna í landinu.

Síðar var hann í forystu í sannleiks- og sáttanefndinni sem rannsakaði  glæpi sem unnir voru í skjóli kynþáttaaðskilnaðarlaganna. Síðan hefur hann oft unnið að sáttum í deilumálum.

Desmond Tutu er mikill baráttumaður.
Desmond Tutu er mikill baráttumaður. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert