Sökkt til að afla samúðar

Ady Gil, bátur Sea Shepherd, sökk eftir að hvalveiðiskip sigldi …
Ady Gil, bátur Sea Shepherd, sökk eftir að hvalveiðiskip sigldi á hann í janúar. Reuters

Nýsjálendingur sem tók þátt í baráttu hvalverndunarsamtakanna Sea Shepherd segir að Paul Watson foringi samtakanna hafi skipað honum að sökkva eigin bát eftir árekstur við japanskt hvalveiðiskip, til að vinna málstaðnum samúð. Watson neitar þessu.

Peter Bethune var skipstjóri á hraðbátnum Ady Gil sem skemmdist í árekstri við japanskt hvalveiðiskip í skjóli nætur í byrjun ársins. Samtökin voru þá að trufla veiðar skipsins. Það sökk tveimur dögum síðar og var Bethune færður til hafnar í Japan og dæmdur þar. 

Hann segir nú að Paul Watson hafi skipað sér að láta bátinn sökkva til að fá samúð við málstað samtakanna og búa til betra sjónvarpsefni.

Watson neitar ásökunum og segir að Bethune sé bitur vegna þess að honum var vísað úr samtökunum.

Talið er að þessar deilur geti grafið undan baráttunni gegn hvalveiðum Japana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka