Strauss-Kahn: Gjaldmiðlastríð ógna efnhagsbata

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS. Reuters

Dominique Strauss-Khan, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir efnahagslegum bata stafi ógn af gjaldmiðlastríðum á heimsvísu. Hann segir að gjaldeyrisdeilur sýni fram á að þjóðir heims séu ekki að vinna eins vel saman og þær gerðu þegar fjármálakreppan reið yfir heimsbyggðina af fullum þunga.

Þetta segir Strauss-Kahn í samtali við breska ríkisútvarpið. Þar kemur fram að á undanförnum vikum hafi bæði Bandaríkin og Evrópa gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að halda júaninu lágu, sem veitir þeim samkeppnisforskot á aðrar þjóðir.

Þá segir að japönsk stjórnvöld hafi neyðst til að grípa til aðgerða til að draga úr styrkingu jensins.

Strauss-Kahn segir að ýmislegt benda til þess að ríkin séu að nota gjaldmiðla sína sem vopn.

Hann segir að þjóðir heims séu ekki eins viljugar til samstarfs og þegar fjármálakreppan stóð sem hæst.

„Það er kannski fullt djúpt í árinni tekið að tala um „gjaldmiðlastríð“, en staðreyndin er sú að það ógnar efnahagsbatanum að þjóðirnar vilja finna innlenda lausn á alþjóðlegu vandamáli.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert