Fyrir 60 árum voru Bandaríkin í fimmta sæti yfir áætlaðar lífslíkur kvenna. Þau hafa síðan hrapað niður listann og voru í 46. sæti árið 2008. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Columbia-háskóla í New York á heilsufari Bandaríkjamanna.
Fram kemur í rannsókninni að útgjöld Bandaríkjastjórnar til heilbrigðismála hafi aukist nærri því tvöfalt meira en hjá öðrum þróuðum ríkjum á tímabilinu frá 1970 og fram til 2002.
Á sama tíma dró úr lífslíkum Bandaríkjamanna í samanburði við þegna umræddra ríkja, að því er fram kemur á vef breska útvarpsins, BBC.
Tekið var tillit til ýmissa áhrifaþátta á borð við offitu, reykinga, bílslysa og morðtíðni, að því er fram kemur á sama vef.
Rannsóknina má nálgast hér.