Stoltenberg óskar Liu til hamingju

Liu Xiaobo.
Liu Xiaobo.

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, óskaði í dag kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo til hamingju með friðarverðlaun Nóbels. Kínversk stjórnvöld hafa sagt, að þau myndu líta það mjög alvarlegum augum ef Liu hlyti verðlaunin.

„Ég óska Liu Xiaobo til hamingju fyrir að hljóta friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir starf sitt við að stuðla að lýðræði og mannréttindum," sagði Stoltenberg í yfirlýsingu. 

Fram kemur í blaðinu Aftenposten, að til standi að norsk sendiefnd fari til Kína í desember til viðræðna um fríverslunarsamning. Eigi viðræðurnar að fara fram sama dag og friðarverðlaunin verða afhent í Ósló. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka