Eiginkona Xiaobao „horfin“

Liu Xia, eiginkona Liu Xiaobo, með mynd af eiginmanni sínum. …
Liu Xia, eiginkona Liu Xiaobo, með mynd af eiginmanni sínum. Talið er að hún sé í haldi lögreglu.

Liu Xia, eig­in­kona Liu Xia­o­bo, hand­hafa friðar­verðlauna Nó­bels í ár, er „horf­in“ að sögn lög­fræðings hans. Slökkt er á farsíma henn­ar og leik­ur grun­ur á að hún sé nú í haldi lög­reglu.

„Hún er horf­in. Við höf­um öll áhyggj­ur af þeim,“ hef­ur AP-frétta­stof­an eft­ir Shang Baoj­un, lög­manni Liu, í dag en eft­ir­miðdag­ur er nú í Kína. 

Lög­regl­an held­ur blaðamönn­um í hæfi­legri fjar­lægð frá fang­els­inu þar sem Liu afplán­ar nú 11 ára fang­els­is­dóm vegna and­ófs gegn kín­verska rík­inu en eig­in­kona hans ætlaði að greina hon­um frá verðlaun­un­um í dag, laug­ar­dag.

For­dæma verðlaun­in

Lög­fræðing­ur verðlauna­haf­ans seg­ir hins veg­ar ekk­ert hafa spurst til henn­ar og leiðir hann því lík­ur að því að hún sé í haldi lög­regl­unn­ar.

Verðlaun­in hafa verið for­dæmd í kín­versk­um fjöl­miðlum og má nefna að í Global Times seg­ir að þau séu birt­ing­ar­mynd vest­ræns hroka og hug­mynda­fræði.

Þau séu van­v­irða við kín­verku þjóðina.

Kín­verska lög­regl­an beit­ir hörku

Þegar skýrt var frá því að verðlaun­in kæmu í hlut Liu fór kín­verska lög­regl­an um­svifa­laust á heim­ili eig­in­konu hans og hugðist gera henni að yf­ir­gefa Pek­ing und­ir því yf­ir­skyni að þeim yrði leyft að hitt­ast í fang­els­inu.

Hún vildi þá efna til blaðamanna­fund­ar en var meinað það. Þess í staðinn var henni haldið nauðugri í íbúðinni.

Beth Schwan­ke, full­trúi friðarsam­tak­anna Freedom Now í Washingt­on, kveðst ótt­ast að kín­verska lög­regl­an noti verðlaun­in og þá at­hygli sem þau hafi vakið sem tylli­á­stæðu til að hneppa Liu í varðhald þannig að hún sé ekki í sviðsljósi heim­spress­unn­ar.

Stuðningsmaður Xiaobo krefst þess að hann verði látinn laus úr …
Stuðnings­maður Xia­o­bo krefst þess að hann verði lát­inn laus úr fang­elsi fyr­ir utan kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneytið í Hong Kong. Reu­ters
Fjöldi stuðningsmanna Xiaobo kom saman í Hong Kong.
Fjöldi stuðnings­manna Xia­o­bo kom sam­an í Hong Kong. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert