Afganskir vígamenn sem tóku breska hjálparstarfsmanninn Linda Norgrove til fanga tóku hana af lífi þegar reynt var að bjarga henni úr klóm þeirra. Norgrove, sem var 36 ára gömul, starfaði fyrir bandarísku mannúðarsamtökin DAI. Bresk stjórnvöld fyrirskipuðu björgunartilraunina.
Norgrove og þremur starfsmönnum samtakanna var rænt er þeir voru á för um Kunar-hérað. Starfsmennirnir óku um á tveimur bílum og sátu vígamennirnir fyrir þeim.
Fram kemur á vef breska útvarpsins, BBC, að David Cameron forsætisráðherra og William Hague varnarmálaráðherra hafi haft fulla vitneskju um málið og samþykkt það stöðumat hersins að eina leiðin til að bjarga Norgrove væri að gera áhlaup á vígamennina.
Fram kemur á vefsíðu DAI að yfir 2.000 sérfræðingar í þróunarmálum starfi víðsvegar um heim á vegum samtakanna.