Reisa flóðgarð í Ungverjalandi

Björgunarmaður leitar í eiturefnaleðju.
Björgunarmaður leitar í eiturefnaleðju. Reuters

Sérfræðingar Evrópusambandsins eru nú í þann mund að hefja vinnu sína í Ungverjalandi við að hreinsa eiturefnaleðjuflóðið sem lak þar úr súrálsverksmiðju á mánudag. Sjö hafa látist í eiturefnaslysinu og það eyðilagt stórt landsvæði.

 Almannavarnir ESB munu því vinna að því að hreinsa til og koma í veg fyrir frekari afleiðingar.

 Aðalvandinn er sá að koma í veg fyrir mikið tjón ef eiturefni leka að nýju, sem ungversk stjórnvöld segja óumflýjanlegt.

Flóðgarður er nú í smíðum og menn etja því kappi við tímann áður en næsta flóð kemur. Flóðgarðurinn verður 600 metra langur og 30 metra hár.

Til viðbótar við þá sem létust í slysinu, særðust 150 manns þegar sjö hundruð þúsund rúmmetrar af eitur-álefnum flæddu fram úr geymslum í Ajka í Ungverjalandi hinn 4. október.

Að því er fram kemur á fréttavef BBC óskuðu ungversk stjórnvöld sérstaklega eftir aðstoð ESB við að kanna afleiðingar slyssins á umhverfi og heilsufar manna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert