Sjónvarp ógnar geðheilsu barna

mynd/mbl

Fari sjónvarpsáhorf eða tölvuleikjanotkun yfir tvær klukkustundir á dag, aukast líkurnar á sálrænum erfiðleikum barna. Þetta kemur fram í breskri rannsókn.

Það dregur ekki úr líkunum, séu börnin athafnasöm að öðru leyti, að sögn yfirmanns rannsóknarteymisins, Dr. Angie Page.

Dr. Page og samstarfsfélagar hennar rannsökuðu yfir eitt þúsund börn á aldrinum 10-11 ára. Börnin fylltu út spurningalista, þar sem þau svöruðu spurningum um sjónvarpsáhorf, tölvuleikjanotkun, samskipti og andlega líðan. Einnig var fylgst með hreyfingu þeirra.

Niðurstöðurnar voru á þann veg að líkurnar á verulegum sálrænum erfiðleikum aukast um 60% hjá börnum sem verja meira en tveimur stundum á dag fyrir framan sjónvarps- eða tölvuskjá.

Hvorki kyn, aldur, efnahagur eða menntunarstig hafði áhrif á  niðurstöðurnar. Líkurnar á andlegum erfiðleikum jukust enn frekar ef börnin hreyfðu sig lítið.

Rannsóknin hefur verið nokkuð gagnrýnd,   Dr. Thomas N. Robinson við Stanford háskóla segir að rannsóknin gefi ekki nægar vísbendingar um hvort sambandið á milli geðheilsu og sjónvarps- og tölvunotkunr sé á þennan hátt.

Hann segir mörg rök mæla með því að takmarka þessa notkun hjá börnum, rannsóknir hans hafi sýnt fram á að takmörkun sjónvarps- og tölvunotkunar hafi jákvæð áhrif á heilsu barna og á fjölskyldulífið í heild.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert