Vill lögleyfa kannabis

Færð eru rök fyrir því að heppilegra sé að lögleyfa …
Færð eru rök fyrir því að heppilegra sé að lögleyfa efnin.

Leiðarahöfundur hins virta breska læknatímarits British Medical Journal telur að lögleyfa beri kannabisefni í Bretlandi. Bann við notkun efnanna hafi ekki skilað árangri og því beri að lögleyfa það eins og áfengi.

Bent er á að 18-földun í útgjöldum bandaríska ríkisins til baráttunnar gegn fíkniefnum á tímabilinu frá 1981 til 2002, í alls 18 milljarða dala, hafi ekki slegið á eftirspurn eftir efninu.  

Þvert á móti hafi handtökum þar sem kannabisefni komi sögu fjölgað úr um 350.000 árið 1990 í ríflega 800.000 árið 2006, að því er fram kemur í leiðaranum, sem er skrifaður af Robin Room, prófessor við læknadeild Melbourne-háskóla í Ástralíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert