Björgunin frestast um 2 tíma

Austurrískir námusérfræðingar binda um síðustu hnútana áður en björgunaraðgerðir geta …
Austurrískir námusérfræðingar binda um síðustu hnútana áður en björgunaraðgerðir geta hafist. HO

Björg­un­araðgerðir í Chile munu frest­ast um tvær klukku­stund­ir að sögn námu­málaráðherra Chile, Laurence Gol­bour­ne, sem ávarpaði fjöl­skyld­ur og fjöl­miðla utan við námuna nú fyr­ir stundu. Haf­ist verður handa við að bjarga fyrsta námu­mann­in­um um kl.1 eft­ir miðnætti að ís­lensk­um tíma, eða um 22 að staðar­tíma.

Gol­bour­ne sagði að enn ætti eft­ir að koma í gagnið sam­skipta­kerfi sér­smíðaða hólks­ins, sem notaður verður til að hífa menn­ina upp og sann­reyna ör­yggi hans. Hólk­ur­inn, sem nefn­ist Fön­ix, veg­ur um 250 kg og er vel tækj­um bú­inn, þar á meðal súr­efnistönk­um og súr­efn­is­grímu og mynda­vél sem vís­ar að þeim sem inn­an­borðs er. Hægt er að losa botn hans til að láta menn síga aft­ur niður í námuna, ef ske kynni að hólk­ur­inn fest­ist í göng­un­um.

Unnt er að fylgj­ast með björg­un­araðgerðum í beinni út­send­ingu á vef breska dag­blaðsins The Guar­di­an. Yfir 3.000 manns hafa að jafnaði fylgst með und­ir­bún­ingi björg­un­ar­inn­ar þar í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert