Kínversk yfirvöld hafa aflýst fundi norska sjávarútvegsráðherrans Lisbeth Berg-Hansen
og kínverska matvælaeftirlitsins.
Ástæðan sem var gefin var að aðrar skyldur kölluðu.
Áður hafa kínversk yfirvöld aflýst fundi sem norski sjávarútvegsráðherranna átti við vararáðherra sjávarútvegsmála í Kína.
Norðmenn telja Kínverja vera að mótmæla því að kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk Friðarverðlaun Nóbels í síðustu viku.