Kínverjar aflýsa öðrum fundi

Mótmælendur krefjast þess að Liu Xiaobo verði látinn laus.
Mótmælendur krefjast þess að Liu Xiaobo verði látinn laus.

Kínversk yfirvöld hafa  aflýst fundi norska sjávarútvegsráðherrans Lisbeth Berg-Hansen og kínverska matvælaeftirlitsins.

Ástæðan sem var gefin var að aðrar skyldur kölluðu.

Áður hafa kínversk yfirvöld aflýst fundi sem norski sjávarútvegsráðherranna átti við  vararáðherra sjávarútvegsmála í Kína.

Norðmenn telja Kínverja vera að mótmæla því að kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk Friðarverðlaun Nóbels í síðustu viku.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert