Ástvinir námumannanna í Chile sem hafa verið fastir ofan í gull- og koparnámu í hátt í 70 daga bíða nú í ofvæni eftir björgunaraðgerðir geti hafist innan stundar. Verða mennirnir hífðir upp einn í einu.
Fylgst er með björguninni í beinni textalýsingu á vef breska blaðsins Daily Telegraph en áhugasamir geta farið inn á lýsinguna hér.
Kemur þar fram að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi sent námumönnunum baráttukveðjur. Hugur hans og bænir séu hjá þeim og fjölskyldum þeirra.