Norskur söngleikur ekki sýndur í Kína

Alexander Rybak átti að syngja ásamt fleiri Norðmönnum í Kína.
Alexander Rybak átti að syngja ásamt fleiri Norðmönnum í Kína. Reuters

Kínversk stjórnvöld hafa aflýst sýningum á norskum söngleik, sem áttu að vera í kínversku borgunum Peking og Wuhan í nóvember. Ástæðan er sú, að norska Nóbelsnefndin ákvað að veita kínverska andófsmanninum Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels.

Thomas Stanghelle, höfundur söngleiksins, sagði við norsku sjónvarpsstöðina TV2, að þetta væri afar sorglegt en söngleikurinn fjallar um réttindi og möguleika fatlaðra.

Alexander Rybak, sem sigraði í Eurovision söngvakeppninni á síðasta ári, leikur aðalhlutverkið í söngleiknum, sem nefnist Some Sunny Night.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert