Björgunaraðgerðirnar í Chile ganga snurðulaust fyrir sig en nú eru rúmlega 19 klukkustundir liðnar frá því þær hófust. Tuttugu og fimm námamenn eru komnir upp á yfirborðið en átta bíða enn björgunar.
Að sögn læknis á svæðinu eru námamennirnir við betri heilsu en búist var við, en þeir eru sendir hér um bil beint á sjúkrahús til aðhlynningar.
„Þeir eru allir við hestaheilsu fyrir utan Mario Sepulveda, sem greinst hefur verið með steinlungu og Mario Gomez, sem er frekar veikburða að okkar mati.“