Flugstjórinn lést í miðju flugi

Flugstjóri farþegaflugvélar Qatar Arways, sem var á leið frá Filippseyjum til Katar, lést meðan á fluginu stóð. Lenti flugvélin í Kuala Lumpur í Malaísíu þar sem ný áhöfn tók við vélinni.

Fram kemur í tilkynningu frá Qatar Airways að von sé á flugvélinni til Katar síðdegis. Ekki kom fram hvað flugmaðurinn hét og hver líkleg dánarorsök var.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert