Refsað fyrir að gagnrýna Berlusconi?

Michele Santoro er þekktur sjónvarpsmaður á Ítalíu.
Michele Santoro er þekktur sjónvarpsmaður á Ítalíu.

Ítalska ríkisútvarpið, Rai, hefur vikið reyndum fréttamanni tímabundið úr starfi, en hann er þekktur fyrir að gagnrýna Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, harðlega í umfjöllun sinni um ítölsk stjórnmál.

Forsvarsmenn Rai segja að Michele Santoro, sem er reyndur frétta- og sjónvarpsmaður, hafi verið leystur frá störfum fyrir að hafa móðgað Mauro Masi, framkvæmdastjóra Rai, í sjónvarpsútsendingu 22. september sl.

Fram kemur í ítölskum fjölmiðlum í dag, að í raun sé verið sé að refsa Santoro fyrir að hafa gagnrýnt forsætisráðherrann. Vilja menn meina að þarna sé verið að beita ritskoðun.

Santoro verður frá vinnu í 10 daga launalaust. Þá falla niður tveir þætti af vinsælum spjallþætti sem hann stýrir á Rai 2, en þátturinn kallast Annozero.

Santoro segir að málið alvarlegt og það eigi sér engin fordæmi. Hann segist ætla að kanna réttarstöðu sína. Þá segir hann að með þessum aðgerðum sé einnig verið að refsa ritstjórum, almenningi, fréttamönnum og Rai.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka