Sjötti námamaðurinn er kominn upp úr námunni í Chile. Osman Araya, sem er þrítugur tveggja barna faðir, virtist nokkuð hraustur þegar hann steig út úr hylkinu og þakkaði Chile og björgunarmönnum fyrir hjálpina.
Enn eru tuttugu og sjö námamenn í námunni en björgunaraðgerðirnar gætu tekið tvo sólarhringa. Sá sem fer síðastur upp úr námunni er Luis Urzua sem var vaktstjóri þegar náman hrundi.
Í námunni eru nú, ásamt Urzua, Jose Ojeda, Claudio Yanez, Mario Gomez, Alex Vega, Jorge Galleguillos, Edison Pena, Carlos Barrios, Victor Zamora, Victor Segovia, Daniel Herrera, Omar Reygadas, Esteban Rojas, Pablo Rojas, Dario Segovia, Yonni Barrios, Samuel Avalos, Carlos Bugueno, Jose Henriquez, Renan Avalos, Claudio Acuna, Franklin Lobos, Richard Villarroel, Juan Aguilar, Raul Bustos, Pedro Cortez og Ariel Ticona.