Neita að láta lík af hendi

Joseph Kabila.
Joseph Kabila. Reuters

Lýðveldið Kongó hefur hafnað beiðni dómstóla í Belgíu um að lík belgísks manns verði flutt aftur til síns heima.
Maðurinn var fangelsaður fyrir að hafa kastað steinum í bílalest forsetans, Joseph Kabil, í lok september. Hann lést í fangelsinu þremur dögum síðar. Að sögn yfirvalda í Kongó svipti maðurinn sig lífi en mannréttindasamtök segja hann hafa látist af völdum áverka sem lífverðir forsetans veittu honum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert