Dexter aðdáandi fær lífstíðardóm

Unglingurinn þarf að dúsa bak við lás og slá.
Unglingurinn þarf að dúsa bak við lás og slá.

Unglingurinn Andrew Conley frá Indiana-fylki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn fyrir að hafa kyrkt 10 ára gamlan bróður sinn, Conners. Að sögn lögreglu hafði Conley dreymt um að myrða frá 8 ára aldri, en hann var 17 ára gamall þegar atvikið átti sér stað í fyrra á heimili strákanna á meðan foreldrar þeirra voru að heiman. Frá þessu greinir tímaritið the Enquirer

Conley viðurkenndi í síðasta mánuði að hafa gengið fram af bróður sínum með því að þrengja að hálsi hans með glímutaki aftanfrá. Hann hafi síðan dregið hann inn í eldhús þar sem „auðveldara væri að þrífa upp blóð.“ Þar kæfði hann bróður sinn í tuttugu mínútur, brá innkaupapoka yfir andlit hans, dró hann niður stiga og kom fyrir í svörtum ruslapoka í skotti bíls síns. Að því loknu keyrði Conley til kærustu sinnar, þar sem hann eyddi með henni stund og gaf vinahring, áður en hann fór með lík bróður síns í skóglendi í námunda við skóla Conners.

Saksóknari málsins og verjandi Conleys eru sagðir hafa brugðið upp ólíkri mynd af stráknum, sem er að sögn lögreglu mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna um Dexter, raðmorðingja sem nær að sleppa undan réttvísinni. Saksóknarinn sagði hann kaldrifjaðan og útsmoginn morðingja en verjandinn hélt því fram að gjörðir hans væru vegna kynferðislegar misnotkunar sem Conley varð fyrir í æsku.

Er dómari kvað upp úrskurð í málinu sagði hann Conley ekki hafa sýnt neina iðrun og að hann hafi vitað fullvel hvað hann væri að gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert