Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir tilraun stjórnvalda til að mynda fjölmenningarsamfélag (þ. multikulti) hafa „mistekist hrapalega.“ Í ræðu sinni í Potsdam sagði hún hugmyndir þjóðfélagsins um samfélag þar sem allir búa í sátt og samlyndi ekki hafa orðið að raunveruleika.