Fyrsti ástralski dýrlingurinn

Tugþúsundir pílagríma fögnðu við Vatikanið í dag.
Tugþúsundir pílagríma fögnðu við Vatikanið í dag. ap

Mary MacKillop var í dag tekin í dýrlingatölu af Benedikt XVI páfa, fyrst Ástrala við messu á Sankti Péturstorginu í Vatíkaninu þar sem um 50.000 pílagrímar fögnuðu atburðinum. Auk Mary voru  fimm aðrir teknir í dýrlingatölu, frá Kanada, Ítalíu, Pólandi og Spáni.

Yfir 6.000 Ástralar höfðu komið til að fylgjast með athöfninni að sögn yfirvalda í Vatíkaninu.

Mary MacKillop sem fæddist 1842 og lést 1909 var nunna og kennari sem átti í útstöðum við áströlsku kirkjuna og var m.a. bannfærð af henni um tíma árið 1871 vegna baráttu hennar um yfirráð yfir reglu sinni Sacred Heart og fyrir að hafa útskúfað presti sem var sekur um barnaníð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert