Námumenn kvarta undan ágangi fjölmiðla

Námumennirnir óska þess að einkalíf þeirra sé virt.
Námumennirnir óska þess að einkalíf þeirra sé virt. DAVID MERCADO

Tæp­ur helm­ing­ur námu­mann­anna 33 sem bjargað var úr prísund sinni í Chile í síðustu viku sneri aft­ur að námunni í gær, ásamt vin­um og vanda­mönn­um,  til að vera viðstadd­ir at­höfn í til­efni þakk­ar­gjörðar­hátíðar­inn­ar. Námu­menn­irn­ir kvarta und­an stöðugu áreiti fjöl­miðla en við at­höfn­ina voru þeir um­kringd­ir fjöl­miðlamönn­um.

Tveir prest­ar, frá kaþólsku og evangelísku kirkj­unni, leiddu at­höfn­ina og mætti einnig fjöldi björg­un­ar­manna. Menn­irn­ir voru flest­ir trúaðir fyr­ir slysið, en segj­ast marg­ir vera nán­ari Guði eft­ir lífs­reynsl­una. At­höfn­in við námuna var lokuð, en hjörð fjöl­miðlamanna beið fær­is utan við tjaldið þar sem hún fór fram. Einn námu­mann­anna, Juan Ill­a­nes, biðlaði til fjöl­miðla að virða einka­líf þeira.

„Við kom­umst að þeirri sam­eig­in­legu niður­stöðu að það væri gott ef þið, fjöl­miðlar, í stað þess að meðhöndla þetta eins og eitt­hvað skemmti­atriði, eins og við höf­um séð í sum­um fyr­ir­sögn­um um Johnny Barri­os, sýnið hon­um til­lits­semi og virðið einka­líf okk­ar."  Johnny Barri­os er námumaður­inn sem átti eig­in­konu sem komst að því, við frels­un eig­in­manns síns, að hann hafði átt hjá­konu til 10 ára.

Námu­menn­irn­ir eru enn all­ir við góða heilsu, aðeins einn ligg­ur enn á sjúkra­húsi, vegna tann­skemmda. Lækn­ar fylgj­ast þó grannt með þróun mála og segja erfitt að spá fyr­ir um hvenær áfall­a­streiturösk­un­in fari að segja til sín. Á laug­ar­dag­inn byrjuðu menn­irn­ir að taka niður sólgler­aug­un sem þeir hafa haft á sér síðan þeir komu aft­ur upp í dags­ljósið á miðviku­dag eft­ir 70 daga í myrkri. Þeir hafa gert sam­komu­lag sín á milli um að tjá sig lítið sem ekk­ert um lífs­reynsl­una fyrr en samið hef­ur verið um kvik­mynda­rétt og bóka­út­gáfu sög­unn­ar.

Við námuna í gær mót­mæltu einnig um 50 starfs­menn henn­ar, sem ekki fest­ust neðanj­arðar, því að þeir hefðu ekki fengið að vinna og ekki fengið greidd laun síðan 5. ág­úst þegar nám­an féll sam­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert