600 nýbyggingar á Vesturbakkanum

Landnemabyggð Gyðinga, Ofra, á Vesturbakkanum.
Landnemabyggð Gyðinga, Ofra, á Vesturbakkanum. RONEN ZVULUN

Landnemar Gyðinga hafa byrjað byggingu á yfir 600 heimilum á Vesturbakkanum í Jerúsalem, eftir að bann við framkvæmdum á svæðinu rann út fyrir 3 vikum síðan. Áætlað er að vinna hafi hafist við á bilinu 600 til 700 nýbyggingar á innan við mánuði. Byggingarnar rísa fjórfalt hraðar en þær gerðu áður en bannið var sett á, í nóvember 2009.

BBC segir að friðarviðræðurnar sem nýlega hófust að nýju í Mið-Austurlöndum kunni að stranda á deilum um landnemabyggðir Gyðinga á svæðinu. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hefur heitið því að slíta viðræðunum, nema Ísraelsmenn endurnýi framkvæmdabannið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert