Alls eru sautján látnir í miklum flóðum í Taílandi en ein milljón manna hefur orðið fyrir skakkaföllum af völdum þeirra. Óttast er að hluti höfuðborgarinnar, Bangkok, endi undir vatni.
Víða í borgum og bæjum eru götur undir vatni en um fjórðungur Taílands hefur orðið illa úti í flóðunum. Erfiðlega hefur gengið að koma aðstoð til afskekktra staða og því ekki vitað hvort fleiri hafi látist í flóðunum.