Reiðir íbúar smábæjarins Boscoreale, sem er í grennd við Napólí á Ítalíu köstuðu grjóti að lögreglu og eyðilögðu sorpbíla í mótmælaskyni við áætlanir um að koma ruslahaugi fyrir í nágrenninu.
Ruslahaugurinn á að verða sá stærsti í Evrópu, hann á að rúma þrjú tonn af rusli sem aðallega á að koma frá Napólí.
Tuttugu lögreglumenn slösuðust í mótmælunum og átta lögreglubílar voru skemmdir.Engar upplýsingar hafa borist um fjölda slasaðra í hópi mótmælenda.
Bæjarstjórinn í Boscoreale hefur ákveðið að skólar bæjarins verði lokaðir næstu tvo daga vegna óeirða.