Bandaríkjamenn hafa staðfest að þeir hafi í hyggju að selja vopn til Sádi Arabíu, þar á meðal þyrlur og þotur, fyrir 60 milljarða Bandaríkjadala. Að sögn utanríkisráðuneytisins hefur samningurinn verið borinn undir þingið, sem hefur 30 daga til að hafna honum.
Ef hann verður samþykktur verður þetta mesti hagnaður af einni vopnasölu í sögu Bandaríkjanna og gæti skapað allt að 75.000 störf. Ráðuneytið segist ekki búast við því að Ísrael, sem alla jafna er tortryggið á vopnasölu til Arabíu, mótmæli samningnum. Einnig er talið ólíklegt að mikil mótmæli komi fram á bandaríska þinginu.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins, Andrew Shapiro , segir að samningurinn hafi gríðarlegt mikilvægi út frá hernaðarlegu sjónarmiðið. „Hann sendir sterk skilaboð til landa á svæðinu um að við séum staðföst í að styðja öryggi okkar bandamanna í Mið-Austurlöndum," hefur BBC eftir Shapiro.
Afhending vopnanna mun að líkindum dreifast á næstu 15 til 20 ár. Sádi Arabía er einn stærsti vopnakaupandi í þróuðum löndum heims.