Varaðir við marijúanaræktendum

Marijúana .
Marijúana . Júlíus Sigurjónsson

Yfirvöld í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum vara veiðimenn við grimmum marijúanaræktendum, en mikið hefur verið um það að undanförnu að marijúanaræktun hafi verið gerð upptæk.

Slíkt athæfi er ólöglegt og talið er líklegt að ræktendurnir svífist einskis til að verja framleiðslu sína.

Veiðimönnum er bent á að hafa augun hjá sér rekist þeir á vatnsúðara, umbúðir utan af lífrænum áburði eða tjaldbúðir í skóglendi.

Þeim er ráðið frá því að hnýsast í slíkt, þeir geti þannig stofnað sér í hættu með því að vekja reiði lögbrjótanna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert