Reiðir andar valda yfirliði

Skóladrengir í Kambódíu klifra upp tré.
Skóladrengir í Kambódíu klifra upp tré. Reuters

Tíu unglingsstúlkur féllu í yfirlið í skóla í norðurhluta Kambódíu. Læknar segja ekkert ama að stelpunum og kunna því enga útskýringu á hóp-yfirliðinu. Kennarar við skólann telja þó reiða anda vera skýringuna.

Skólastjóri menntaskólans í Pnov, Ruos Lim Chhee, segir í samtali við fréttastofu AFP að stelpurnar væru allar hraustar.

„Við erum hrædd um að við séum undir álögum því við heiðruðum ekki andana með hefbundnum dönsum í upphafi skólaársins. Við höfum þó núna boðið öndunum ávexti, soðinn kjúkling og vín. Við vonumst því til þess að andarnir sjái vel um okkur núna.“

Sveitarstjóri svæðisins, Pech Sophea, tekur í sama streng. „Við höldum að andarnir séu reiðir því hvroki læknar, kennarar né lögregla fundu merki um eitrun eða aðra heilsubresti.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert